Veikindi flugfreyja rannsökuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 14:47 Nokkrar flugfreyjur hafa veikst um borð í Icelandair vélum en málin eru nú til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. Svipuð mál hafa komið upp síðustu misseri og er málið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. RÚV greindi frá málinu fyrst miðla í dag. Nokkur mál eru nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefndinni og segir Ragnar Guðmundsson, rannsóknastjóri flugslysasviðs í samtali við fréttastofu Vísis að eitt tilfellanna hafi bæst við rannsóknina í síðustu viku. „Við fórum á vettvang, tókum sýni og rannsökuðum flugvélina,“ segir Ragnar. „Við þurfum að sjá framvindu veikindanna. Veikindi geta verið af margs konar toga þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknum.“Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum áður en lengra verður haldið.Stöð 2Beðið er eftir niðurstöðum úr rannsóknum og tekin verður ákvörðun um framvindu málsins í framhaldi af því, hvort full rannsókn verði opnuð eða henni lokað. Jens Þórðarson, framkvæmdarstjóri flugrekstrar Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að verið væri að skoða það sem upp kom í vél félagsins í síðustu viku og samtal sé við fólkið. Verið sé að reyna að greina hverjar mögulegar orsakir eru. „Vandamálið er að við erum ekki búin að finna neitt orsakasamhengi milli þessara atvika sem hafa þó komið reglulega upp hjá okkur. Þau koma líka reglulega upp hjá öðrum flugfélögum. Þetta er sameiginlegt vandamál í flugrekstri. Auðvitað eru aðstæður um borð ekki þær sömu og á jörðu niðri og það kemur ýmislegt upp sem er ekki alltaf hægt að skýra,“ segir Jens í samtali við RÚV. Ekki náðist tal af Jens við vinnslu fréttar Vísis. Ragnar segir veikindin hafa komið upp í vélum af mismunandi gerð í flota Icelandair og þau virðast ekki heldur vera bundin við lengd fluga. Atvik hafi komið upp áður í löngum flugum vestur um haf en atvikið sem kom upp í síðustu viku, sem er til rannsóknar, hafi verið í stuttu Evrópu flugi. Þá segir hann einkennin ekki vera þau sömu í öllum tilfellum en ekki sé hægt að staðfesta hver einkennin eru.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Flugliðar Icelandair segja mikinn mun að fljúga með nýjustu vél félagsins en ekki er eins mikill hávaði um borð og loftið er betra. Undanfarið hefur mikið verið um veikindi meðal starfsmanna. 25. ágúst 2016 07:00