Þegar prófessorinn gerði sig að „imbecillus“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. október 2019 10:00 Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar