Styttist í afdrifaríka ákvörðun um réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 21:15 Málin sem nú verða tekin fyrir gætu markað stórt skref í átt að auknum réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. getty/ David Greedy Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira