Skýr ávinningur Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. október 2019 07:00 Mögulegur fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sveitarfélaga, miðað við tillögur um að lágmarksíbúafjöldi verði eitt þúsund árið 2026, gæti orðið allt að fimm milljarðar króna á ári. Þetta sýnir ný úttekt sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og kynnt á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrir helgi. Þessar tölur, sem eru auðvitað settar fram með fyrirvara um að mögulegur ávinningur skili sér, eru að mati skýrsluhöfunda varfærnismat. Það er ljóst að hér er eftir miklu að slægjast. En það er ekki bara fjárhagslegur ávinningur sem horfa þarf á, heldur einnig möguleikar og tækifæri sveitarfélaga til að eflast og dafna. Eins og við var að búast hafa tillögur Sigurðar Inga Jóhannssonar mætt töluverðri andstöðu hjá mörgum af minnstu sveitarfélögunum. Hafa sum þeirra gengið svo langt að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meðal þeirra raka sem heyrast eru að það sé andstætt lýðræðinu að ætla sér að þvinga sveitarfélög til sameiningar með löggjöf. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur bent á að það geti heldur varla talist lýðræðislegt að minnstu sveitarfélögin þurfi að útvista mörgum lögbundinna verkefna sinna. Auðvitað væri æskilegt að sameiningar væru sjálfsprottnar en reynslan sýnir því miður að þannig gerast hlutirnir allt of hægt. Danir gáfust til að mynda upp á slíkri bið og settu lögbundinn lágmarksíbúafjölda. Það má ekki verða svo að minnstu sveitarfélögin komi í veg fyrir að fleiri verkefni verið færð yfir til sveitarfélaganna. Sterk og öflug sveitarfélög eru forsenda öflugrar landsbyggðar og þess vegna er málflutningur andstæðinga sameiningartillagnanna furðulegur. Hér er í mörgum tilfellum um viðkvæm svæði að ræða í byggðarlegu tilliti sem hafa átt undir högg að sækja. Þótt hægt hafi gengið að sameina sveitarfélög á síðustu árum er fram undan síðar í mánuðinum mikilvæg íbúakosning í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi. Þrjú sveitarfélaganna hafa í dag færri en þúsund íbúa og eitt þeirra færri en 250 sem gæti orðið lágmarkið frá 2022. Lykilatriði í vinnu samstarfsnefndar sveitarfélaganna er hugmyndin um svokallaða „heimastjórn“. Er þannig ætlunin að koma til móts við kröfur um áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Sameining sveitarfélaga snýst nefnilega ekki endilega um sameiningu byggðanna sem slíkra, heldur sameiningu stjórnsýslunnar. Því fylgir auðvitað stóraukin samvinna byggðanna en einkennin þurfa ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Framtíð málsins mun ráðast á Alþingi í vetur. Í þeirri vinnu sem fram undan er þarf auðvitað að hlusta á öll sjónarmið og horfa til reynslu fyrri sameininga og læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Margir hafa bent á að erfitt geti reynst að miða við einhverja eina tölu þegar kemur að lágmarksíbúafjölda í sveitarfélagi. Undir það má taka og þingmenn þurfa að skoða af fullri alvöru hvort þessar tillögur gangi of skammt. Það er hins vegar tæknilegt úrlausnarefni. Efling sveitarstjórnarstigsins hefst aftur á móti með pólitískri yfirlýsingu um stærri og öflugri sveitarfélög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mögulegur fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sveitarfélaga, miðað við tillögur um að lágmarksíbúafjöldi verði eitt þúsund árið 2026, gæti orðið allt að fimm milljarðar króna á ári. Þetta sýnir ný úttekt sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og kynnt á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrir helgi. Þessar tölur, sem eru auðvitað settar fram með fyrirvara um að mögulegur ávinningur skili sér, eru að mati skýrsluhöfunda varfærnismat. Það er ljóst að hér er eftir miklu að slægjast. En það er ekki bara fjárhagslegur ávinningur sem horfa þarf á, heldur einnig möguleikar og tækifæri sveitarfélaga til að eflast og dafna. Eins og við var að búast hafa tillögur Sigurðar Inga Jóhannssonar mætt töluverðri andstöðu hjá mörgum af minnstu sveitarfélögunum. Hafa sum þeirra gengið svo langt að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meðal þeirra raka sem heyrast eru að það sé andstætt lýðræðinu að ætla sér að þvinga sveitarfélög til sameiningar með löggjöf. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur bent á að það geti heldur varla talist lýðræðislegt að minnstu sveitarfélögin þurfi að útvista mörgum lögbundinna verkefna sinna. Auðvitað væri æskilegt að sameiningar væru sjálfsprottnar en reynslan sýnir því miður að þannig gerast hlutirnir allt of hægt. Danir gáfust til að mynda upp á slíkri bið og settu lögbundinn lágmarksíbúafjölda. Það má ekki verða svo að minnstu sveitarfélögin komi í veg fyrir að fleiri verkefni verið færð yfir til sveitarfélaganna. Sterk og öflug sveitarfélög eru forsenda öflugrar landsbyggðar og þess vegna er málflutningur andstæðinga sameiningartillagnanna furðulegur. Hér er í mörgum tilfellum um viðkvæm svæði að ræða í byggðarlegu tilliti sem hafa átt undir högg að sækja. Þótt hægt hafi gengið að sameina sveitarfélög á síðustu árum er fram undan síðar í mánuðinum mikilvæg íbúakosning í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi. Þrjú sveitarfélaganna hafa í dag færri en þúsund íbúa og eitt þeirra færri en 250 sem gæti orðið lágmarkið frá 2022. Lykilatriði í vinnu samstarfsnefndar sveitarfélaganna er hugmyndin um svokallaða „heimastjórn“. Er þannig ætlunin að koma til móts við kröfur um áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Sameining sveitarfélaga snýst nefnilega ekki endilega um sameiningu byggðanna sem slíkra, heldur sameiningu stjórnsýslunnar. Því fylgir auðvitað stóraukin samvinna byggðanna en einkennin þurfa ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Framtíð málsins mun ráðast á Alþingi í vetur. Í þeirri vinnu sem fram undan er þarf auðvitað að hlusta á öll sjónarmið og horfa til reynslu fyrri sameininga og læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Margir hafa bent á að erfitt geti reynst að miða við einhverja eina tölu þegar kemur að lágmarksíbúafjölda í sveitarfélagi. Undir það má taka og þingmenn þurfa að skoða af fullri alvöru hvort þessar tillögur gangi of skammt. Það er hins vegar tæknilegt úrlausnarefni. Efling sveitarstjórnarstigsins hefst aftur á móti með pólitískri yfirlýsingu um stærri og öflugri sveitarfélög.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar