Segir ekki tilefni til hræðsluáróðurs um loftslagsvá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 16:22 Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. aðsend „Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
„Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15