Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 15:19 Jolie King og Mark Firkin á ferðalagi sínu. Instagram/@thewayoverland Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. Þriðji Ástralinn, háskólaprófessorinn Kylie Moore-Gilbert, afplánar enn dóm sem hún hlaut í landinu. Mál parsins vakti mikla athygli eftir að fregnir bárust af því að þau hefðu verið hneppt í varðhald í Tehran í sumar fyrir að fljúga dróna án tilskilinna leyfa. King og Firkin lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Þau höfðu greint ítarlega frá ferðalaginu í færslum á Instagram og Youtube mánuðina áður en þau voru handtekin. Aðdáendur þeirra urðu því nokkuð uggandi þegar ekkert heyrðist frá þeim í margar vikur. Í september var svo loks greint frá handtöku þeirra. Marise Payne utanríkisráðherra Ástralíu tilkynnti í gær að King og Firkin væru nú komin heim til sín en ekki fengust frekari upplýsingar um mál þeirra. Þá leystu áströlsk yfirvöld íranskan háskólanema úr haldi, sem handtekinn var í fyrra grunaður um að hafa sent bandarísk hernaðargögn til Íran. Á meðan situr áðurnefnd Moore-Gilbert enn í Evin-fangelsinu í Tehran, þar sem King og Firkin var einnig haldið. Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018 og hafi verið látin sæta einangrunarvist síðan þá. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist en Payne tjáði blaðamönnum í gær að yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stæði til að fá hana lausa. Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. Þriðji Ástralinn, háskólaprófessorinn Kylie Moore-Gilbert, afplánar enn dóm sem hún hlaut í landinu. Mál parsins vakti mikla athygli eftir að fregnir bárust af því að þau hefðu verið hneppt í varðhald í Tehran í sumar fyrir að fljúga dróna án tilskilinna leyfa. King og Firkin lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Þau höfðu greint ítarlega frá ferðalaginu í færslum á Instagram og Youtube mánuðina áður en þau voru handtekin. Aðdáendur þeirra urðu því nokkuð uggandi þegar ekkert heyrðist frá þeim í margar vikur. Í september var svo loks greint frá handtöku þeirra. Marise Payne utanríkisráðherra Ástralíu tilkynnti í gær að King og Firkin væru nú komin heim til sín en ekki fengust frekari upplýsingar um mál þeirra. Þá leystu áströlsk yfirvöld íranskan háskólanema úr haldi, sem handtekinn var í fyrra grunaður um að hafa sent bandarísk hernaðargögn til Íran. Á meðan situr áðurnefnd Moore-Gilbert enn í Evin-fangelsinu í Tehran, þar sem King og Firkin var einnig haldið. Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018 og hafi verið látin sæta einangrunarvist síðan þá. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist en Payne tjáði blaðamönnum í gær að yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stæði til að fá hana lausa.
Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41
Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06