Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 23:43 Ísstrókar sjást rísa upp frá yfirborði Enkeladusar á þessari mynd Cassini frá því í september árið 2007. NASA/JPL/Space Science Institute Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent