Að pússa annan skóinn á meðan migið er í hinn Björn Hákon Sveinsson skrifar 2. október 2019 11:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar