Bæjarins beztu segir skilið við Akureyri í bili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var af vagninum þegar flutningarnir hófust norður fyrr í sumar. guðrún kristmundsdóttir Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor. Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor.
Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10