Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2019 10:43 Skrifstofustjóri Bjarna gegndi formennsku í stjórn. visir/vilhelm Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Þórhallur Arason skrifstofustjóri Fjármálaráðuneytisins fékk tæpar 327 þúsund krónur greiddar fyrir hvern fund meðan hann gegndi formennsku í stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðandi er nú með rekstur Lindarhvols ehf. til rannsóknar. Meðal þess sem sjá má í ársreikningum fyrirtækisins. Lindarhvoll ehf. var stofnað 15. apríl 2016 en starfsemi félagsins lauk 7. febrúar 2018. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu þess. Lögmannsstofan Íslög fékk sitt Þannig starfaði félagið í 663 daga, þar af 457 vinnudaga sem gerir 21 mánuð og þrjár vikur. Starfsemi Lindarhvols kostaði ríkissjóð 323.665 krónur á dag, eftir því sem Vísir kemst næst. Það kostaði sitt að reka Lindarhvol ehf. Til þess var stofnað af fjármálaráðuneytinu, í tíð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Því bar að selja eignir sem ríkið fékk í fangið eftir nauðasamninga við föllnu bankana seint á árinu 2015. Verulegrar óánægju gætti með það hversu ógegnsætt ferlið virtist vera og þannig greindi Vísir til að mynda frá því í nóvember árið 2016 að engin svör bærust við fyrirspurnum þaðan. En, samkvæmt ársreikningum greiddi Lindarhvoll ehf lögmannastofunni Íslögum rúmar 102 milljónir með virðisaukaskatti. Þórhallur Arason gegndi formennsku samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Ef aðeins er tekið tillit til virkra daga að frádregnum virðisaukaskatti greiddi Lindarhvoll Íslögum liðlega 178 þúsund krónur á dag. Ágætlega haldnir stjórnarmenn Alls voru 16 stjórnarfundir haldnir í Lindarhvoli árið 2016. Fundir voru haldnir á miðvikudögum eftir hádegi. Stjórnunarlaun fyrir árið 2016 voru rúmar 12 milljónir króna ef frá eru dregin launatengd gjöld. Þannig fékk formaður Lindarhvols því liðlega 327 þúsund krónur fyrir hvern fund og meðstjórnendur liðlega 216 þúsund krónur. Í stjórn Lindarhvols á þessum tíma var Þórhallur Arason formaður stjórnar en auk hans sátu í stjórninni þau Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson. Samhliða stjórnunarstörfum störfuðu stjórnarmenn í fullu starfi hjá hinu opinbera; Þórhallur sem skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins en hann er nú farinn á eftirlaun, Haukur sem forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands og Ása var þá dósent við Háskóla Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30 Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52 Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hörð gagnrýni er á sölu hlutar ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Tekið á móti tilboðum í tölvupósti og efasemdir eru um jafnræði bjóðenda. 14. nóvember 2016 13:30
Bjarni skipar stjórn Lindarhvols Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur stofnað félagið Lindarhvol ehf. til að halda utan um þær eignir sem ríkið eignast vegna stöðugleikaframlaga. 27. apríl 2016 15:52
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24