Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:00 Ráðstefnan Saudi Open Hearts Open Doors í Ríad á föstudaginn. Hún er liður í því að gera landið að mesta ferðamannastað heims. Nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum. Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05
Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57