Þjálfari Búlgara sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 15:13 Krasimir Balakov. Getty/Filip Filipovic Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira