Spegill, spegill herm þú mér Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. október 2019 07:00 Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina. Og ekki heldur er það klassísk átakalínan í höllinni, nú milli Meghan og Kate, sem fólk deilir um. Bretland er á hliðinni vegna Instagram-stríðs eiginkvenna tveggja fótboltamanna. Deilan snýst um upplýsingaleka af Instagram-reikningi Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney. Sem áhrifavaldur birtir Coleen þar myndir og pælingar, uppskriftir og mjúkt klám og uppsker mikið lof fyrir. Eins og áhrifavalda er siður er þar að finna fjölmargar og ritstýrðar myndir af rassinum á henni, og það þótt rassinn virðist reyndar bara mikill miðlungsrass. Enda eru ekki einu sinni fótboltamenn á Englandi myndarlegir og konurnar þeirra þar af leiðandi kannski ekki heldur.Instagram-stríðið Alltaf hvíldi þó einhver skuggi yfir Instagram-síðunni og Coleen hafði lengi vikið frá sér óþægilegum hugsunum. Hana grunaði að svikari leyndist í samfélagi hennar á Instagram og með tímanum hafði ónotatilfinning hennar vaxið og orðið að grunsemdum. Grunsemdirnar blómguðust og sá tími kom að þær urðu að rannsókn og tálbeituaðgerð. Þegar svo var komið mátti Coleen búa við það að færslur hennar á Instagram enduðu reglulega í The Sun. Gat verið að á meðal vina hennar væri svikari sem lak færslum hennar í fjölmiðla? Coleen brást hárrétt við í erfiðri stöðu. Sem áhrifavaldur með sjálfsvirðingu setti hún út falsfréttir mánuðum saman til að svæla svikarann út. Í þaulhugsaðri tálbeituaðgerðinni fikraði hún sig smátt og smátt áfram. Í rannsóknum telur auðvitað ekkert eins og að kunna þá list að bíða. Hún fækkaði smátt og smátt í hópi viðtakenda (án þeirra vitneskju) til þess að hafa uppi á kjaftaskinum. Fréttirnar voru meðal annars af því að Rooney-hjónin væru í Mexíkó í svokallaðri„baby gender selection treatment“, aðrar af því að hún væri með sjónvarpsþátt í bígerð og loks fréttir af því að kjallarinn í húsi þeirra hjóna læki. Að lokum stóð aðeins einn aðili eftir eftir og færsla sem aðeins hún sá rataði í fjölmiðla. Coleen upplýsti ekki aðeins um svikin heldur einnig um það að svikarinn væri Rebakah Vardy. Vardy er eiginkona Jamie Vardy, en maður hennar hefur rétt eins og maður Coleen verið landsliðsmaður. Málið varðar því þjóðarhagsmuni. Vardy hefur að vísu neitað sök og hefur ráðið til sín sérfræðinga í netrannsóknum. Fréttatilkynningar hennar bera með sér að vörn hennar byggi á því að Instagram-reikningur hennar sé hafður fyrir rangri sök. Þung orð hafa fallið um svik Rebakah Vardy sem hefur þurft að greiða makleg málagjöld fyrir syndir sínar með því að sæta dynjandi skömmum og níðskap á netinu. Almannatenglar hafa borist á banaspjótum en sem stendur er staða Vardy nokkuð þröng. Þetta mál ætlar að reynast henni brekka. Coleen er aftur á móti ný þjóðhetja og breska pressan metur stöðu hennar á pari við stöðu Hugh Grant í Love Actually þegar breski forsætisráðherrann lét bandaríska forsetann heyra það. Þrátt fyrir að breska lekamálið teljist nú upplýst skilur þessi nútímaharmleikur eftir sig spurningar.WAGatha Christie Svarið við spurningunni um hvort svikari leyndist meðal vina var eins og í öllum alvöru harmleikjum vitaskuld, já. Auðvitað var svikari. Það er alltaf svikari. Skellurinn veldur því að breska þjóðin skilur að nú þarf að fara fram sársaukafullt uppgjör. Eiginkonur og kærustur fótboltamanna í Bretlandi (wifes and girlfriends) eru kallaðar WAG’S og Coleen hefur með listilegri tálbeituaðgerð sinni fengið titilinn WAGatha Christie. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga um ekkert annað mál fjallað. Þeir hafa rækt hlutverk sitt af alúð og sagt þjóðinni allt og meira til um málið. Önnur mál bíða. Leikarar í öðrum harmleikjum heimsins verða að þjást og deyja í kyrrþey á meðan. Saga fótboltaeiginkvennanna er kannski grískur harmleikur okkar daga, þar sem svik komast upp um síðir, hér með því að söguhetjan felur sig bakvið gluggatjöld og heyrir ráðabruggið. Coleen heyrði svikarana hvíslast á um launráð og svældi svikarann út. Auðvitað er þessi harmleikur dálítið sniðugur og mátulega dramatískur og ég játa að ég hef fylgst vandræðalega mikið með málinu. Það er eitthvað við furðuleg bresk hneykslismál sem lokkar og kitlar. Instagram-sagan er vissulega saga svika, uppgjöra og að lokum sigurs. En hún er líka spegill þjóðar. „Sýndu mér fræga fólkið þitt og ég skal segja þér hver þjóðin er.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Bretland er á hliðinni og þjóðin klofin í herðar niður. Það er ekki Brexit og yfirvofandi lyfjaskortur í landinu sem veldur. Það er ekki heldur hræðilegur stríðsrekstur úti í heimi þar sem lítil börn eru sprengd upp sem framkallar bræðina. Og ekki heldur er það klassísk átakalínan í höllinni, nú milli Meghan og Kate, sem fólk deilir um. Bretland er á hliðinni vegna Instagram-stríðs eiginkvenna tveggja fótboltamanna. Deilan snýst um upplýsingaleka af Instagram-reikningi Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney. Sem áhrifavaldur birtir Coleen þar myndir og pælingar, uppskriftir og mjúkt klám og uppsker mikið lof fyrir. Eins og áhrifavalda er siður er þar að finna fjölmargar og ritstýrðar myndir af rassinum á henni, og það þótt rassinn virðist reyndar bara mikill miðlungsrass. Enda eru ekki einu sinni fótboltamenn á Englandi myndarlegir og konurnar þeirra þar af leiðandi kannski ekki heldur.Instagram-stríðið Alltaf hvíldi þó einhver skuggi yfir Instagram-síðunni og Coleen hafði lengi vikið frá sér óþægilegum hugsunum. Hana grunaði að svikari leyndist í samfélagi hennar á Instagram og með tímanum hafði ónotatilfinning hennar vaxið og orðið að grunsemdum. Grunsemdirnar blómguðust og sá tími kom að þær urðu að rannsókn og tálbeituaðgerð. Þegar svo var komið mátti Coleen búa við það að færslur hennar á Instagram enduðu reglulega í The Sun. Gat verið að á meðal vina hennar væri svikari sem lak færslum hennar í fjölmiðla? Coleen brást hárrétt við í erfiðri stöðu. Sem áhrifavaldur með sjálfsvirðingu setti hún út falsfréttir mánuðum saman til að svæla svikarann út. Í þaulhugsaðri tálbeituaðgerðinni fikraði hún sig smátt og smátt áfram. Í rannsóknum telur auðvitað ekkert eins og að kunna þá list að bíða. Hún fækkaði smátt og smátt í hópi viðtakenda (án þeirra vitneskju) til þess að hafa uppi á kjaftaskinum. Fréttirnar voru meðal annars af því að Rooney-hjónin væru í Mexíkó í svokallaðri„baby gender selection treatment“, aðrar af því að hún væri með sjónvarpsþátt í bígerð og loks fréttir af því að kjallarinn í húsi þeirra hjóna læki. Að lokum stóð aðeins einn aðili eftir eftir og færsla sem aðeins hún sá rataði í fjölmiðla. Coleen upplýsti ekki aðeins um svikin heldur einnig um það að svikarinn væri Rebakah Vardy. Vardy er eiginkona Jamie Vardy, en maður hennar hefur rétt eins og maður Coleen verið landsliðsmaður. Málið varðar því þjóðarhagsmuni. Vardy hefur að vísu neitað sök og hefur ráðið til sín sérfræðinga í netrannsóknum. Fréttatilkynningar hennar bera með sér að vörn hennar byggi á því að Instagram-reikningur hennar sé hafður fyrir rangri sök. Þung orð hafa fallið um svik Rebakah Vardy sem hefur þurft að greiða makleg málagjöld fyrir syndir sínar með því að sæta dynjandi skömmum og níðskap á netinu. Almannatenglar hafa borist á banaspjótum en sem stendur er staða Vardy nokkuð þröng. Þetta mál ætlar að reynast henni brekka. Coleen er aftur á móti ný þjóðhetja og breska pressan metur stöðu hennar á pari við stöðu Hugh Grant í Love Actually þegar breski forsætisráðherrann lét bandaríska forsetann heyra það. Þrátt fyrir að breska lekamálið teljist nú upplýst skilur þessi nútímaharmleikur eftir sig spurningar.WAGatha Christie Svarið við spurningunni um hvort svikari leyndist meðal vina var eins og í öllum alvöru harmleikjum vitaskuld, já. Auðvitað var svikari. Það er alltaf svikari. Skellurinn veldur því að breska þjóðin skilur að nú þarf að fara fram sársaukafullt uppgjör. Eiginkonur og kærustur fótboltamanna í Bretlandi (wifes and girlfriends) eru kallaðar WAG’S og Coleen hefur með listilegri tálbeituaðgerð sinni fengið titilinn WAGatha Christie. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga um ekkert annað mál fjallað. Þeir hafa rækt hlutverk sitt af alúð og sagt þjóðinni allt og meira til um málið. Önnur mál bíða. Leikarar í öðrum harmleikjum heimsins verða að þjást og deyja í kyrrþey á meðan. Saga fótboltaeiginkvennanna er kannski grískur harmleikur okkar daga, þar sem svik komast upp um síðir, hér með því að söguhetjan felur sig bakvið gluggatjöld og heyrir ráðabruggið. Coleen heyrði svikarana hvíslast á um launráð og svældi svikarann út. Auðvitað er þessi harmleikur dálítið sniðugur og mátulega dramatískur og ég játa að ég hef fylgst vandræðalega mikið með málinu. Það er eitthvað við furðuleg bresk hneykslismál sem lokkar og kitlar. Instagram-sagan er vissulega saga svika, uppgjöra og að lokum sigurs. En hún er líka spegill þjóðar. „Sýndu mér fræga fólkið þitt og ég skal segja þér hver þjóðin er.“
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun