Samráð gegn sundrungu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2019 07:00 Sundrung einkennir stjórnmál og samfélög um allan heim í æ meiri mæli. Við virðumst eiga æ erfiðara með að setjast yfir málin, hlusta á sjónarmið annarra og reyna að ná saman um lausnina. Á sama tíma flæða yfir okkur upplýsingar af ýmsum toga, ýmist sannar, hálfsannar eða hrein og klár lygi og skrumskæling og oft og tíðum erfitt að greina á milli. Bergsmálshellir samfélagsmiðlanna veldur því svo að við sjáum oftar en ekki aðeins það sem við viljum sjá og ef annað slæðist með úthrópum við það með gífuryrðum. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er þannig skipuð að hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, frá vinstri til hægri yfir miðjuna. Skipanin er óvenjuleg og um margt söguleg, en byggir á því að ólík sjónarmið nái saman og skapi sátt um löngu tímabæra uppbyggingu í samfélaginu. Að kannski sé betra að reyna að ná saman um mál en að öskra hvert á annað á netinu. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það sem forsætisráðherra að henni er lagið að leiða fram góð mál. Við í Vinstri grænum getum verið stolt af því hvernig hún hefur komið málum hreyfingar okkar í framkvæmd. Það hefur tekist með samtali og samvinnu við samstarfsflokkana og aðra flokka. Þá hefur framganga hennar og áherslur á alþjóðavettvangi vakið athygli um allan heim. Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar gefst gott tækifæri til að fara yfir stöðu hreyfingarinnar, þau mál sem við höfum komið á dagskrá og í framkvæmd og hvert við viljum stefna. Það samtal, á miðju kjörtímabili, verður hollt og uppbyggilegt fyrir áframhaldandi starf. Framtíð Vinstri grænna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur er björt. Samráð vinnur gegn sundrungu. Sjaldan hafa þessi sannindi verið jafn mikilvæg og í þeim flókna nútíma sem við lifum nú um stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sundrung einkennir stjórnmál og samfélög um allan heim í æ meiri mæli. Við virðumst eiga æ erfiðara með að setjast yfir málin, hlusta á sjónarmið annarra og reyna að ná saman um lausnina. Á sama tíma flæða yfir okkur upplýsingar af ýmsum toga, ýmist sannar, hálfsannar eða hrein og klár lygi og skrumskæling og oft og tíðum erfitt að greina á milli. Bergsmálshellir samfélagsmiðlanna veldur því svo að við sjáum oftar en ekki aðeins það sem við viljum sjá og ef annað slæðist með úthrópum við það með gífuryrðum. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er þannig skipuð að hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, frá vinstri til hægri yfir miðjuna. Skipanin er óvenjuleg og um margt söguleg, en byggir á því að ólík sjónarmið nái saman og skapi sátt um löngu tímabæra uppbyggingu í samfélaginu. Að kannski sé betra að reyna að ná saman um mál en að öskra hvert á annað á netinu. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það sem forsætisráðherra að henni er lagið að leiða fram góð mál. Við í Vinstri grænum getum verið stolt af því hvernig hún hefur komið málum hreyfingar okkar í framkvæmd. Það hefur tekist með samtali og samvinnu við samstarfsflokkana og aðra flokka. Þá hefur framganga hennar og áherslur á alþjóðavettvangi vakið athygli um allan heim. Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar gefst gott tækifæri til að fara yfir stöðu hreyfingarinnar, þau mál sem við höfum komið á dagskrá og í framkvæmd og hvert við viljum stefna. Það samtal, á miðju kjörtímabili, verður hollt og uppbyggilegt fyrir áframhaldandi starf. Framtíð Vinstri grænna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur er björt. Samráð vinnur gegn sundrungu. Sjaldan hafa þessi sannindi verið jafn mikilvæg og í þeim flókna nútíma sem við lifum nú um stundir.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar