NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:00 Frá kynningu búninganna í gærkvöldi. NASA/Joel Kowsky Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga. Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga.
Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira