Innlent

Gul við­vörun sunnan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hvassast verður á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall en á Suðausturlandi verður hvassast í Öræfum.
Hvassast verður á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall en á Suðausturlandi verður hvassast í Öræfum. vísir/vilhelm
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi fram að hádegi og á Suðausturlandi fram til klukkan sex í kvöld vegna austan storms þar sem vindhviður gætu farið yfir fjörutíu metra á sekúndu.

Hvassast verður á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall en á Suðausturlandi verður hvassast í Öræfum.

Búast má við rigningu með köflum austantil en léttir til um landið vestanvert. Hiti verður á bilinu fjögur til tólf stig, mildast sunnanlands.

Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðaustan 8-15 m/s. Skýjað og þurrt NV-til, rigning um landið A-vert, en léttskýjað SV-lands. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Á föstudag:

Minnkandi norðaustanátt. Skýjað og úrkomulítið fyrir austan, en bjart með köflum V-lands. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en víða næturfrosti.

Á laugardag:

Fremur hæg vestlæg átt og þykknar upp um landið S- og V-vert, annars bjart á köflum. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Suðvestlæg átt og fer að rigna V-lands, en snýst í norðaustanátt á Vestfjörðum með slyddu eða snjókomu um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig.

Á mánudag:

Norðaustan- og austanátt með dálítilli úrkomu fyrir norðan, en annars yfirleitt þurrt. Kólnar í veðri.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir vaxandi austanátt og þurrt veður. Hiti um frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×