Orð, efndir og afturhald Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. október 2019 07:11 Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun