Lýðræðið og skipulagið Stefán Benediktsson skrifar 15. október 2019 09:30 Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Landspítalinn Reykjavík Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun