Gylfi: Eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 14. október 2019 21:17 Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, sagði að leikurinn í kvöld hafi verið svipaður og íslenska landsliðið hafi búið sig undir. „Þetta var nákvæmlega eins og við vorum búnir að sjá leikinn fyrir okkur. Það er erfitt að halda haus og vera jákvæður þegar leikurinn leysist upp í þetta,“ sagði Gylfi við Henry Birgi Gunnarsson. Leikmenn Andorra virtust ná að komast inn í hausinn á Gylfa og miðjumaðurinn játaði því. „Það var frekar erfitt að halda haus en eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu. Ég held að ég hafi gert það í síðari hálfleik.“ Gylfa var ekki ætlað að skora í leiknum. Vítaspyrna hans var varinn og aukaspyrna hans í uppbótartíma fór í stöngina. „Vítið var lélegt og aukaspyrnan var smá óheppni. Þetta er búið að vera erfitt í riðlinum að skora. Þetta er ekki að falla fyrir mig eins og er.“ Gylfi segir að það hafi ekki komið til greina að láta Kolbein Sigþórsson taka vítaspyrnuna og komast þar með upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen yfir flest mörk fyrir landsliðið. „Nei. Ég held að hann hefði tekið vítið ef hann hefði væri númer eitt en hann spurði mig ekkert út í þetta,“ sagði Gylfi sem var reyndar ekki með á hreinu að Kolbeinn hafi jafnað markamet Eiðs Smára í kvöld. Á sama tíma gerðu Frakkland og Tyrkland jafntefli í París sem gerir það að verkum að möguleikar Íslands að komast beint á EM eru nánast úr sögunni. „Gríðarleg vonbrigði að fá þessi tíðindi um þessi úrslit í Frakklandi en svona er þetta. Þetta er erfiður riðill og við héldum fyrir riðilinn að Frakkarnir myndu stinga af. Tyrkir ná fjórum dýrmætum stigum gegn þeim. Gríðarlega svekkjandi að þegar leikurinn lýkur hér að þetta séu tíðindin.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, sagði að leikurinn í kvöld hafi verið svipaður og íslenska landsliðið hafi búið sig undir. „Þetta var nákvæmlega eins og við vorum búnir að sjá leikinn fyrir okkur. Það er erfitt að halda haus og vera jákvæður þegar leikurinn leysist upp í þetta,“ sagði Gylfi við Henry Birgi Gunnarsson. Leikmenn Andorra virtust ná að komast inn í hausinn á Gylfa og miðjumaðurinn játaði því. „Það var frekar erfitt að halda haus en eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu. Ég held að ég hafi gert það í síðari hálfleik.“ Gylfa var ekki ætlað að skora í leiknum. Vítaspyrna hans var varinn og aukaspyrna hans í uppbótartíma fór í stöngina. „Vítið var lélegt og aukaspyrnan var smá óheppni. Þetta er búið að vera erfitt í riðlinum að skora. Þetta er ekki að falla fyrir mig eins og er.“ Gylfi segir að það hafi ekki komið til greina að láta Kolbein Sigþórsson taka vítaspyrnuna og komast þar með upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen yfir flest mörk fyrir landsliðið. „Nei. Ég held að hann hefði tekið vítið ef hann hefði væri númer eitt en hann spurði mig ekkert út í þetta,“ sagði Gylfi sem var reyndar ekki með á hreinu að Kolbeinn hafi jafnað markamet Eiðs Smára í kvöld. Á sama tíma gerðu Frakkland og Tyrkland jafntefli í París sem gerir það að verkum að möguleikar Íslands að komast beint á EM eru nánast úr sögunni. „Gríðarleg vonbrigði að fá þessi tíðindi um þessi úrslit í Frakklandi en svona er þetta. Þetta er erfiður riðill og við héldum fyrir riðilinn að Frakkarnir myndu stinga af. Tyrkir ná fjórum dýrmætum stigum gegn þeim. Gríðarlega svekkjandi að þegar leikurinn lýkur hér að þetta séu tíðindin.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02
Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01