Hildur Hauksdóttir hefur verið ráðin til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þar sem hún mun gegna stöðu sérfræðings í umhverfismálum.
Hildur hefur að undanfarin þrjú ár unnið að umhverfis- og markaðstengdum verkefnum hjá Brim, áður HB Granda, og meðal annars stjórnað vinnu við gerð samfélagsskýrslu félagsins.
Í tilkynningu frá SFS kemur fram að Hildur sé með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu með sérhæfingu í umhverfis- og samfélagsábyrgð frá Griffith University í Brisbane í Ástralíu.
