Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 21:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, (t.v.) og Jarosław Kaczyński, leiðtogi og stofnandi Laga- og réttlætisflokksins (t.h.). EPA/ Radek Pietruszka Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35