Báknið kjurrt Hörður Ægisson skrifar 11. október 2019 07:00 Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Vinnumarkaður Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun