Ráðherra allra barna? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. október 2019 17:00 Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun