Innlent

Hálkublettir og snjór á fjallvegum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hálkublettir gætu myndast á fjallvegum, einkum á Norður- og Austurlandi.
Hálkublettir gætu myndast á fjallvegum, einkum á Norður- og Austurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í dag má búast við vaxandi norðaustanátt og víða verður stinningskaldi eða allhvasst. Þá verður hvassviðri norðvestantil í kvöld en bjart veður sunnanlands, annars víða rigning, einkum á norðaustanverðu landinu og þar snjóar í fjöll. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Greiðfært er á flestum aðalleiðum en með kólnandi veðri og éljagangi hafa myndast hálkublettir og jafnvel krapi á nokkrum fjallvegum á Norður- og Austurlandi og Vestfjörðum, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Á morgun má búast við Norðaustan 8-13 m/s og dálítilli rigningu eða slyddu á Norður- og Austurlandi. Stöku él með kvöldinu en þurrt sunnan- og vestanlands. Um helgina er svo útlit fyrir hægan vind, þurrt veður að mestu og svalt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðaustan 8-13 m/s og dálítil slydda eða rigning á N- og A-landi, en bjart veður SV-lands. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.

Á laugardag og sunnudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum.Vægt frost NA-lands, en upp í 6 stiga hita við S- og V-ströndina.

Á mánudag:

Austanátt og rigning SA-til á landinu, annars úrkomulítið. Heldur hlýnandi.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Austanátt, rigning með köflum og milt veður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×