Bandaríkjastjórn herðir á efnahagsstríðinu gegn Kúbu Gylfi Páll Hersir skrifar 28. október 2019 11:00 Hinn 18. október síðastliðinn tilkynnti Bandaríkjastjórn um nýjar aðgerðir til þess að herða á 60 ára viðvarandi efnahagsstríði sínu gegn Kúbu. Elliot Abrams, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Venesúela orðaði það þannig: „Við erum alltaf að leita leiða til þess að þrengja að Kúbu vegna þess að við sjáum þar engar framfarir, hvorki m.t.t. Venesúela né mannréttinda innanlands.“ Markmið Bandaríkjastjórnar er að grafa undir byltingarstjórninni á Kúbu. Bandaríska ráðastéttin, jafnt Repúblikanar sem Demókratar óttast byltingarfordæmið sem sýnir að vinnandi fólk getur tekið völdin í sínar hendur af eignastéttinni og skipulagt samfélagið upp á nýtt í sína þágu. Einmitt þessu fordæmi vildu margir fylgja ekki hvað síst í löndum Suður- og Mið-Ameríku, Bandaríkjastjórn hefur löngum haft af því áhyggjur. Í apríl ákvað ríkisstjórn Donald Trumps að staðfesta lið III í Helms-Burton lagaviðbótunum sem stjórn Bill Clintons setti en ákvað að virkja ekki á sínum tíma. Þar með er opnað fyrir lögsókn Kúbana í Bandaríkjunum sem krefjast bóta fyrir þann gróða sem þeir telja sig hafa orðið af vegna þjóðnýtingar á tímum byltingarinnar. Síðan hafa 18 kröfur verið settar fram m.a. af José Ramón López Regueiro, syni fyrrum eiganda alþjóðaflugvallarins í Havana – hann krefst þrjú þúsund milljóna Bandaríkjadala frá American Airlines og Latam Airlines í Chile. Í júní ákvað stjórn Trumps að takmarka frekar ferðafrelsi landa sinna til Kúbu, en stjórn Barack Obama hafði losað um þær hömlur 2016. Meðal þeirra voru „einstaklingsferðir“ og bann á viðkomu skemmtiferðaskipa, einkaskúta og fiskibáta. Gjaldeyristekjur vegna komu ferðafólks rýrnuðu umtalsvert við þessar aðgerðir. Í september setti Bandaríkjastjórn Raúl Castro og fjögur barna hans á bannlista yfir þá sem mega ferðast til Bandaríkjanna. Í október bannaði Bandaríkjastjórn innflutning tækjavöru af ýmsu tagi ef 10% hennar eru bandarísk að uppruna í stað 25% eins og verið hafði áður. Loks hefur nú verið bannað að leigja Kúbu flugvélar frá bandarískum fyrirtækjum. Það er lykilatriði í augum Bandaríkjastjórnar að koma í veg fyrir innflutning á olíu til Kúbu, sérstaklega frá Venesúela. Bann hennar tekur til fyrirtækja sem sjá um olíuflutning sem og skipa þeirra. Stjórn Venesúela hefur reynt að flytja olíu með eigin skipum en samdráttur og efnahagsstríð Bandaríkjanna hefur gert þeim erfitt fyrir. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu varaði við því í sjónvarpi að grípa þyrfti til erfiðra aðgerða. Til þess að spara eldsneyti hefur verið skrúfað fyrir loftkælingu í ríkisstjórnarbyggingum. Skorið hefur verið niður í almenningssamgöngum, farþegum fækkaði um helming. Uxar koma nú víða í stað traktora í landbúnaði, stál- og sementsframleiðsla dróst saman og langar biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum. Starfsfólki hins opinbera sem ekur um á ríkisbifreiðum ber að taka upp farþega á strætóstoppistöðum. Margir aðrir gera slíkt hið sama en það er siður sem einkennir byltinguna á Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur ekki í hyggju að slaka á. Um miðjan september rak Trump, John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa vegna þess að hann stæði í vegi fyrir því að Bandaríkin drægju sig út úr, „endalausum styrjöldum“ um allan heim. Tveimur dögum síðar skrifaði Trump á Twitter: „Skoðanir mínar á Venesúela og sérstaklega á Kúbu ná mun lengra en skoðanir John Bolton. Hann hélt aftur af mér“. Að lokum þetta: Árið 1959 steyptu verkafólk og bændur Fulgencio Batista einræðisherra Kúbu af stóli. Hann var dyggilega studdur af Bandaríkjastjórn. Byltingarstjórnin tók í kjölfarið til við að skipuleggja samfélagið í þágu verkafólks og bænda og hefur stutt baráttu kúgaðra dyggilega um allan heim. Byltingin á Kúbu er gott fordæmi.Höfundur er áhugasamur um það sem gengur á í heiminum og hefur margoft komið til Kúbu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Kúba Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 18. október síðastliðinn tilkynnti Bandaríkjastjórn um nýjar aðgerðir til þess að herða á 60 ára viðvarandi efnahagsstríði sínu gegn Kúbu. Elliot Abrams, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Venesúela orðaði það þannig: „Við erum alltaf að leita leiða til þess að þrengja að Kúbu vegna þess að við sjáum þar engar framfarir, hvorki m.t.t. Venesúela né mannréttinda innanlands.“ Markmið Bandaríkjastjórnar er að grafa undir byltingarstjórninni á Kúbu. Bandaríska ráðastéttin, jafnt Repúblikanar sem Demókratar óttast byltingarfordæmið sem sýnir að vinnandi fólk getur tekið völdin í sínar hendur af eignastéttinni og skipulagt samfélagið upp á nýtt í sína þágu. Einmitt þessu fordæmi vildu margir fylgja ekki hvað síst í löndum Suður- og Mið-Ameríku, Bandaríkjastjórn hefur löngum haft af því áhyggjur. Í apríl ákvað ríkisstjórn Donald Trumps að staðfesta lið III í Helms-Burton lagaviðbótunum sem stjórn Bill Clintons setti en ákvað að virkja ekki á sínum tíma. Þar með er opnað fyrir lögsókn Kúbana í Bandaríkjunum sem krefjast bóta fyrir þann gróða sem þeir telja sig hafa orðið af vegna þjóðnýtingar á tímum byltingarinnar. Síðan hafa 18 kröfur verið settar fram m.a. af José Ramón López Regueiro, syni fyrrum eiganda alþjóðaflugvallarins í Havana – hann krefst þrjú þúsund milljóna Bandaríkjadala frá American Airlines og Latam Airlines í Chile. Í júní ákvað stjórn Trumps að takmarka frekar ferðafrelsi landa sinna til Kúbu, en stjórn Barack Obama hafði losað um þær hömlur 2016. Meðal þeirra voru „einstaklingsferðir“ og bann á viðkomu skemmtiferðaskipa, einkaskúta og fiskibáta. Gjaldeyristekjur vegna komu ferðafólks rýrnuðu umtalsvert við þessar aðgerðir. Í september setti Bandaríkjastjórn Raúl Castro og fjögur barna hans á bannlista yfir þá sem mega ferðast til Bandaríkjanna. Í október bannaði Bandaríkjastjórn innflutning tækjavöru af ýmsu tagi ef 10% hennar eru bandarísk að uppruna í stað 25% eins og verið hafði áður. Loks hefur nú verið bannað að leigja Kúbu flugvélar frá bandarískum fyrirtækjum. Það er lykilatriði í augum Bandaríkjastjórnar að koma í veg fyrir innflutning á olíu til Kúbu, sérstaklega frá Venesúela. Bann hennar tekur til fyrirtækja sem sjá um olíuflutning sem og skipa þeirra. Stjórn Venesúela hefur reynt að flytja olíu með eigin skipum en samdráttur og efnahagsstríð Bandaríkjanna hefur gert þeim erfitt fyrir. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu varaði við því í sjónvarpi að grípa þyrfti til erfiðra aðgerða. Til þess að spara eldsneyti hefur verið skrúfað fyrir loftkælingu í ríkisstjórnarbyggingum. Skorið hefur verið niður í almenningssamgöngum, farþegum fækkaði um helming. Uxar koma nú víða í stað traktora í landbúnaði, stál- og sementsframleiðsla dróst saman og langar biðraðir hafa myndast á bensínstöðvum. Starfsfólki hins opinbera sem ekur um á ríkisbifreiðum ber að taka upp farþega á strætóstoppistöðum. Margir aðrir gera slíkt hið sama en það er siður sem einkennir byltinguna á Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur ekki í hyggju að slaka á. Um miðjan september rak Trump, John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa vegna þess að hann stæði í vegi fyrir því að Bandaríkin drægju sig út úr, „endalausum styrjöldum“ um allan heim. Tveimur dögum síðar skrifaði Trump á Twitter: „Skoðanir mínar á Venesúela og sérstaklega á Kúbu ná mun lengra en skoðanir John Bolton. Hann hélt aftur af mér“. Að lokum þetta: Árið 1959 steyptu verkafólk og bændur Fulgencio Batista einræðisherra Kúbu af stóli. Hann var dyggilega studdur af Bandaríkjastjórn. Byltingarstjórnin tók í kjölfarið til við að skipuleggja samfélagið í þágu verkafólks og bænda og hefur stutt baráttu kúgaðra dyggilega um allan heim. Byltingin á Kúbu er gott fordæmi.Höfundur er áhugasamur um það sem gengur á í heiminum og hefur margoft komið til Kúbu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun