Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár Hjálmar Jónsson skrifar 28. október 2019 07:15 Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin? Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera. Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifaríka stefna að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafnréttismála, loftslagsvár, heimsfriðar eða annarra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli? Stjórn bankans hlýtur að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.Höfundur er formaður BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Íslenskir bankar Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin? Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera. Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifaríka stefna að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafnréttismála, loftslagsvár, heimsfriðar eða annarra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli? Stjórn bankans hlýtur að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.Höfundur er formaður BÍ.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar