Hver á að passa barnið mitt? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. október 2019 12:10 Dagforeldrar er stétt sem meirihlutinn er að verða búinn að ganga endanlega frá löngu áður en nægt framboð er af plássum á ungbarnaleikskólum. Úr stéttinni er stórflótti. Enn er talsverður tími þangað til ungbarnaleikskólar verða nógu margir til að geta annað eftirspurn. Skynsamlegt hefði því verið ef skóla- og frístundarráð hefði fundið leiðir í samvinnu við dagforeldra til að styrkja dagforeldrastéttina í það minnsta þangað til að ungbarnaleikskólar eru orðnir raunhæfur valkostur fyrir foreldra í Reykjavík. Dagforeldrastéttin má ekki deyja út þar sem það munu alltaf verða einhverjir foreldrar sem velja dagforeldra umfram ungbarnaleikskóla. Staðan í dag er slæm. Foreldrar geta ekki verið öruggir með að fá pláss fyrir barn sitt hjá dagforeldri óháð því hvenær á árinu barnið fæðist. Ýmist vantar börn eða vöntun er á dagforeldrum. Foreldrar eru í sífelldri spennu og starfsöryggi dagforeldra er alvarlega ógnað. Dagforeldrum hefur verið lofað hinu og þessu í gegnum tíðina sem ekki hefur verið efnt. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði 10. október 2019 um að farið yrði í sérstakt átak til að tryggja starfsöryggi dagforeldra og að beitt yrði til þess öllum tiltækum aðferðum og leiðum. Dagforeldrar hafa sjálfir verið duglegir að benda á lausnir en á þær hefur ekki verið hlustað.Bilið óbrúað Bilið sem átti að brúa milli dagforeldra og ungbarnaleikskóla hefur ekki verið brúað. Á meðan verið er að brúa þetta margumrædda bil þarf að styðja við bakið á dagforeldrum ef stéttin á ekki að þurrkast út. Dagforeldrar sjálfir hafa nefnt leigustyrk til þeirra sem að leigja dýra gæsluvelli á vegum borgarinnar. Einnig að bjóða dagforeldrum sem að ekki eru með 4-5 börn viðbótarniðurgreiðslu til áramóta. Fleiri hugmyndir hafa verið lagðar á borðið s.s. að dagforeldrar fái aðstöðustyrkinn sem var samþykktur en síðan ákveðið að yrði ekki greiddur í bráð. Þessi styrkur myndi hjálpa þeim dagforeldrum sem ekki hafa náð að fylla í plássin sín. Haustið sem nú hefur kvatt hefur verið einstaklega erfitt fyrir dagforeldra. Þeir vita ekki endilega hversu mörg börn eru hjá þeim í næsta mánuði. Stundum bjóða leikskólarnir pláss með stuttum fyrirvara. Dagforeldrar geta því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem þeir gerðu ráð fyrir að hafa. Þeir dagforeldrar sem eru ekki með laus pláss geta síðan ekki tekið við nýjum börnum fyrr en eldri börnin komast inn á leikskóla. Leikskólar Reykjavíkurborgar innrita börn yfirleitt einungis að hausti og því er mjög erfitt að fá laust pláss hjá dagforeldri eða á ungbarnaleikskóla á öðrum tíma ársins en á haustin.Kaldar kveðjur frá borginni Það hefur verið farið illa með dagforeldrastéttina og það bitnað á foreldrum og börnum. Framkoma valdhafa borgarinn í garð dagforeldra eru til skammar. Margir dagforeldrar hafa áratuga starfsreynslu hjá borginni. Sveitarfélagið Reykjavík hefur brugðist þessum hópi, stéttinni, foreldrum og börnum sem reiða sig á þjónustuna. Nágrannasveitarfélögin, flest hver, hafa staðið sig miklu betur þegar kemur að því að hlúa að dagforeldrum. Haustið hefur verið sérlega slæmt fyrir dagforeldrana og verður vorið slæmt fyrir foreldrana. Í vor munu margir foreldrar spyrja „hver á að passa barnið mitt svo ég komist út að vinna“? Já hver á að passa börnin svo foreldrar komist til að vinna fyrir húsnæðislánum/leigu, fæði og klæði? Hvernig ætlar borgin, skóla- og frístundarráð að bregðast við þegar stór hópur af börnum fær ekki vistun og foreldrar komast ekki til vinnu? Stórt er spurt en fátt er um svör.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Dagforeldrar er stétt sem meirihlutinn er að verða búinn að ganga endanlega frá löngu áður en nægt framboð er af plássum á ungbarnaleikskólum. Úr stéttinni er stórflótti. Enn er talsverður tími þangað til ungbarnaleikskólar verða nógu margir til að geta annað eftirspurn. Skynsamlegt hefði því verið ef skóla- og frístundarráð hefði fundið leiðir í samvinnu við dagforeldra til að styrkja dagforeldrastéttina í það minnsta þangað til að ungbarnaleikskólar eru orðnir raunhæfur valkostur fyrir foreldra í Reykjavík. Dagforeldrastéttin má ekki deyja út þar sem það munu alltaf verða einhverjir foreldrar sem velja dagforeldra umfram ungbarnaleikskóla. Staðan í dag er slæm. Foreldrar geta ekki verið öruggir með að fá pláss fyrir barn sitt hjá dagforeldri óháð því hvenær á árinu barnið fæðist. Ýmist vantar börn eða vöntun er á dagforeldrum. Foreldrar eru í sífelldri spennu og starfsöryggi dagforeldra er alvarlega ógnað. Dagforeldrum hefur verið lofað hinu og þessu í gegnum tíðina sem ekki hefur verið efnt. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði 10. október 2019 um að farið yrði í sérstakt átak til að tryggja starfsöryggi dagforeldra og að beitt yrði til þess öllum tiltækum aðferðum og leiðum. Dagforeldrar hafa sjálfir verið duglegir að benda á lausnir en á þær hefur ekki verið hlustað.Bilið óbrúað Bilið sem átti að brúa milli dagforeldra og ungbarnaleikskóla hefur ekki verið brúað. Á meðan verið er að brúa þetta margumrædda bil þarf að styðja við bakið á dagforeldrum ef stéttin á ekki að þurrkast út. Dagforeldrar sjálfir hafa nefnt leigustyrk til þeirra sem að leigja dýra gæsluvelli á vegum borgarinnar. Einnig að bjóða dagforeldrum sem að ekki eru með 4-5 börn viðbótarniðurgreiðslu til áramóta. Fleiri hugmyndir hafa verið lagðar á borðið s.s. að dagforeldrar fái aðstöðustyrkinn sem var samþykktur en síðan ákveðið að yrði ekki greiddur í bráð. Þessi styrkur myndi hjálpa þeim dagforeldrum sem ekki hafa náð að fylla í plássin sín. Haustið sem nú hefur kvatt hefur verið einstaklega erfitt fyrir dagforeldra. Þeir vita ekki endilega hversu mörg börn eru hjá þeim í næsta mánuði. Stundum bjóða leikskólarnir pláss með stuttum fyrirvara. Dagforeldrar geta því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem þeir gerðu ráð fyrir að hafa. Þeir dagforeldrar sem eru ekki með laus pláss geta síðan ekki tekið við nýjum börnum fyrr en eldri börnin komast inn á leikskóla. Leikskólar Reykjavíkurborgar innrita börn yfirleitt einungis að hausti og því er mjög erfitt að fá laust pláss hjá dagforeldri eða á ungbarnaleikskóla á öðrum tíma ársins en á haustin.Kaldar kveðjur frá borginni Það hefur verið farið illa með dagforeldrastéttina og það bitnað á foreldrum og börnum. Framkoma valdhafa borgarinn í garð dagforeldra eru til skammar. Margir dagforeldrar hafa áratuga starfsreynslu hjá borginni. Sveitarfélagið Reykjavík hefur brugðist þessum hópi, stéttinni, foreldrum og börnum sem reiða sig á þjónustuna. Nágrannasveitarfélögin, flest hver, hafa staðið sig miklu betur þegar kemur að því að hlúa að dagforeldrum. Haustið hefur verið sérlega slæmt fyrir dagforeldrana og verður vorið slæmt fyrir foreldrana. Í vor munu margir foreldrar spyrja „hver á að passa barnið mitt svo ég komist út að vinna“? Já hver á að passa börnin svo foreldrar komist til að vinna fyrir húsnæðislánum/leigu, fæði og klæði? Hvernig ætlar borgin, skóla- og frístundarráð að bregðast við þegar stór hópur af börnum fær ekki vistun og foreldrar komast ekki til vinnu? Stórt er spurt en fátt er um svör.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar