Erlent

Fjöl­menni á síðasta degi þar sem heimilt er að klífa Uluru

Atli Ísleifsson skrifar
Örtröð myndaðist á leiðinni upp á Uluru í morgun.
Örtröð myndaðist á leiðinni upp á Uluru í morgun. epa
Fjölmenni var saman komið við rætur fjallsins Uluru í Ástralíu í morgun, á þessum síðasta degi þar sem heimilt að er klífa fjallið.

Stjórn þjóðgarðsins Uluru-Kata Tjuta samþykkti það einróma á fundi fyrir tveimur árum að banna göngur á fjallið sem er heilagt í hugum ástralskra frumbyggja.

BBC segir frá því að einungis 16 prósent gesta hafi klifið fjallið árið 2017 þegar tilkynnt var um fyrirhugað bann. Á síðustu vikum hafi hins vegar verið stöðug og gríðarmikil umferð upp á fjallið.

Gestir sem mættu í þjóðgarðinn í morgun þurftu að fresta för sinni upp á fjallið um nokkurn tíma vegna sterkra og hættusamra vinda.

Anangu-fólkið hafði lengi barist fyrir því að stöðva umferð á steindranginn, sem áður var einnig þekktur undir nafninu Ayers Rock. Umhverfis- og öryggissjónarmið réðu því einnig að loka fjallinu fyrir umferð.

Uluru er 348 metrar á hæð og þykir gangan upp brött og varasöm. Tugir gesta hafa látið lífið í hlíðum fjallsins síðustu sjötíu árum, ýmist vegna slysa, ofþornunar eða eftir að hafa fengið hitaslag. Hitastigið við fjallið getur farið upp í 47 gráður á sumrin.

Fjallið Uluru er heilagt í hugum ástralskra frumbyggja.Vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×