Ritstjórnarvald ríkisins Jóhannes Stefánsson skrifar 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. Tími orða sé liðinn og komið að aðgerðum. Lítum að svo stöddu framhjá sjónarmiðum um kynjatvíhyggju. Almennt hljóta einkafyrirtæki að mega velja af hverjum þau kaupa þjónustu. Það vakna þó spurningar þegar fyrirtæki í ríkiseigu eða stofnanir ríkisins eru annars vegar. Úr því að Íslandsbanki er búinn að taka af skarið gætu önnur ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgt í kjölfarið. Samfélagsábyrgð er enda vaxandi partur í starfsemi þeirra og varla til sú stofnun sem hefur ekki sett sér samfélagsleg markmið. Taka mætti dæmi um embætti landlæknis. Ekki yrði keypt af fjölmiðli sem birtir efni sem gæti talist andstætt lýðheilsu, t.d. með auglýsingum sem hvettu til óholls mataræðis eða viðtölum þar sem ekki er fjallað um neyslu áfengis, tóbaks eða orkudrykkja með nægilega gagnrýnum hætti.Fleiri stofnanir myndu auðvitað vilja sýna samfélagsábyrgð í verki. Umhverfisstofnun kaupir ekki af fjölmiðli sem birtir greinar þar sem efast er um gagnsemi eða nauðsyn aðgerða gegn loftslagsvá, né af miðlum sem ekki eru kolefnishlutlausir. Byggðastofnun ekki af miðlum sem sýna ekki nægilegt jafnvægi í umfjöllun um mál sem varða hagsmuni landsbyggðarinnar. Öll ábyrg ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgjast með fjölmiðlum og halda úti lista þeirra sem sýna ekki samfélagsábyrgð í verki. Það væri jafnvel tilvalið að fjölmiðlanefnd fengi það hlutverk að fylgjast með og flagga þeim fjölmiðlum sem brjóta gegn skilmálum hverrar og einnar stofnunar. Þegar allir hafa sýnt samfélagsábyrgð sína í verki er hlutverk fréttamanna fyrst og fremst að birta fréttatilkynningar frá upplýsingafulltrúum ríkisfyrirtækja og -stofnana. Jafnframt að veita forstöðumönnum þeirra viðtöl um samfélagsleg markmið sín. Hlutverk ritstjórna væri þá aðallega að meta og leiðbeina um hvað teldist birtingarhæft í auglýsingum einkafyrirtækja, skera úr um hvað skuli gert ef fréttatilkynning eins stangast á við samfélagsmarkmið annars og passa upp á að viðmælendur flytji ekki mál sem væri andstætt samfélagsábyrgð. Með þessu má tryggja að öllum samfélagslegum markmiðum verði náð miklu hraðar og betur en ella.Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Jóhannes Stefánsson Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. Tími orða sé liðinn og komið að aðgerðum. Lítum að svo stöddu framhjá sjónarmiðum um kynjatvíhyggju. Almennt hljóta einkafyrirtæki að mega velja af hverjum þau kaupa þjónustu. Það vakna þó spurningar þegar fyrirtæki í ríkiseigu eða stofnanir ríkisins eru annars vegar. Úr því að Íslandsbanki er búinn að taka af skarið gætu önnur ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgt í kjölfarið. Samfélagsábyrgð er enda vaxandi partur í starfsemi þeirra og varla til sú stofnun sem hefur ekki sett sér samfélagsleg markmið. Taka mætti dæmi um embætti landlæknis. Ekki yrði keypt af fjölmiðli sem birtir efni sem gæti talist andstætt lýðheilsu, t.d. með auglýsingum sem hvettu til óholls mataræðis eða viðtölum þar sem ekki er fjallað um neyslu áfengis, tóbaks eða orkudrykkja með nægilega gagnrýnum hætti.Fleiri stofnanir myndu auðvitað vilja sýna samfélagsábyrgð í verki. Umhverfisstofnun kaupir ekki af fjölmiðli sem birtir greinar þar sem efast er um gagnsemi eða nauðsyn aðgerða gegn loftslagsvá, né af miðlum sem ekki eru kolefnishlutlausir. Byggðastofnun ekki af miðlum sem sýna ekki nægilegt jafnvægi í umfjöllun um mál sem varða hagsmuni landsbyggðarinnar. Öll ábyrg ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgjast með fjölmiðlum og halda úti lista þeirra sem sýna ekki samfélagsábyrgð í verki. Það væri jafnvel tilvalið að fjölmiðlanefnd fengi það hlutverk að fylgjast með og flagga þeim fjölmiðlum sem brjóta gegn skilmálum hverrar og einnar stofnunar. Þegar allir hafa sýnt samfélagsábyrgð sína í verki er hlutverk fréttamanna fyrst og fremst að birta fréttatilkynningar frá upplýsingafulltrúum ríkisfyrirtækja og -stofnana. Jafnframt að veita forstöðumönnum þeirra viðtöl um samfélagsleg markmið sín. Hlutverk ritstjórna væri þá aðallega að meta og leiðbeina um hvað teldist birtingarhæft í auglýsingum einkafyrirtækja, skera úr um hvað skuli gert ef fréttatilkynning eins stangast á við samfélagsmarkmið annars og passa upp á að viðmælendur flytji ekki mál sem væri andstætt samfélagsábyrgð. Með þessu má tryggja að öllum samfélagslegum markmiðum verði náð miklu hraðar og betur en ella.Höfundur er fyrrverandi blaðamaður.
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun