Hlýnun jarðar torveldi ávöxtun lífeyrissjóða Helgi Vífill Júlíusson skrifar 24. október 2019 07:30 Sean Kidney, framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative og Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum Mörkuðum. fbl/valli Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira