Húsbóndavaldið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. október 2019 07:15 Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun