Gylfi segir hagsmuni stórfyrirtækja tekna fram yfir hagsmuni almennings Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2019 13:00 Gylfi Magnússon er formaður bankaráðs Seðlabankan. vísir/vilhelm Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans svarar gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á hann fullum hálsi vegna framlagningu frumvarps um breytingu á samkeppnislögum. Hagsmunir stórfyrirtækja séu teknir fram yfir hagsmuni almennings og smærri fyrirtæka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett frumvarpsdrög um breytingar á samkeppnislögum í samráðsgátt stjórnvalda. Þar sé meðal annars gert ráð fyrir að veltumörk tilkynningarskyldra samruna verði hækkuð og málsmeðferð þeirra einfölduð. Fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága til samruna séu uppfyllt, heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felldar brott. Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra gagnrýndi þessar fyrirhuguðu breytingar á Facebook síðu sinni í gær. Nú ætti að láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast með því að draga tennurnar úr samkeppniseftirliti á Íslandi eins og frekast væri unnt. Hann segir núgildandi ákvæði samkeppnislaga hafa mætt harðri andstöðu stærri fyrirtækja á sínum tíma.Þú telur að það sé verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu?„Já, það leikur enginn vafi á því að til þess er leikurinn gerður. Það er annars vegar verið að taka heimild sem eftirlitið hefur haft til að kalla eftir breytingum á skipulagi fyrirtækja eins og það er kalað,“ segir Gylfi. Þá eigi hins vegar að koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti borið niðurstöður áfrýjunarnefndar undir dómstóla og gætt þannig m.a. hagsmuna brotaþola. „Þeir sem eru brotlegir eða málsaðilar meiga vísa slíkum úrskurðum til dómstóla. En ef eftirlitið mætti ekki gera það væri enginn sem gæti gætt hagsmuna þeirra sem eru þolendur brotanna. Neytendur og smærri fyrirtæki. Þannig að það yrði mjög skrýtin slagsíða að leyfa bara öðrum málsaðilanum að leita til dómstóla en ekki eftirlitinu,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu í dag að ummæli sem þessi sæmi ekki formanni bankaráðs Seðlabankans. Ógætilegt sé að formaðurinn snúi út úr tillögum ráðuneytisins og geri aðilum upp annarlega hvata. Hann verði að gæta að því að aðá hann sé hlustað og orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. „Já, ég skil nú ekki að þetta tengist á nokkur hátt starfi mínu þar. Ég hef hins vegar unnið að samkeppnismálum með margvíslegum hætti í gegnum tíðina. Verið formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, verið ráðgjafi í samkeppnismálum og meira að segja ráðherra samkeppnismála. Ég er auðvitað fyrst og fremst að tala sem slíkur,“ segir Gylfi sem einnig hefur kennt samkeppnismál í Háskóla Íslands. Hann svarar Halldóri Benjamín á Facebook síðu sinni í dag og segir að sjálfsagt væri þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst eða talaði kannski bara einu sinni á ári um ársreikning bankans.Þannig að þrátt fyrir þessa gagnrýni munt þú ekki láta deigan síga og óhikað tjáð þig um þessi mál sem önnur? „Já, já. Ég hef nú marg oft í gegnum tíðina verið beðinn um að segja minna. En það hefur ekki borið mikinn árangur til þessa,“ segir Gylfi Magnússon. Samkeppnismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira
Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans svarar gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á hann fullum hálsi vegna framlagningu frumvarps um breytingu á samkeppnislögum. Hagsmunir stórfyrirtækja séu teknir fram yfir hagsmuni almennings og smærri fyrirtæka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett frumvarpsdrög um breytingar á samkeppnislögum í samráðsgátt stjórnvalda. Þar sé meðal annars gert ráð fyrir að veltumörk tilkynningarskyldra samruna verði hækkuð og málsmeðferð þeirra einfölduð. Fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága til samruna séu uppfyllt, heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felldar brott. Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabankans, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra gagnrýndi þessar fyrirhuguðu breytingar á Facebook síðu sinni í gær. Nú ætti að láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast með því að draga tennurnar úr samkeppniseftirliti á Íslandi eins og frekast væri unnt. Hann segir núgildandi ákvæði samkeppnislaga hafa mætt harðri andstöðu stærri fyrirtækja á sínum tíma.Þú telur að það sé verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu?„Já, það leikur enginn vafi á því að til þess er leikurinn gerður. Það er annars vegar verið að taka heimild sem eftirlitið hefur haft til að kalla eftir breytingum á skipulagi fyrirtækja eins og það er kalað,“ segir Gylfi. Þá eigi hins vegar að koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti borið niðurstöður áfrýjunarnefndar undir dómstóla og gætt þannig m.a. hagsmuna brotaþola. „Þeir sem eru brotlegir eða málsaðilar meiga vísa slíkum úrskurðum til dómstóla. En ef eftirlitið mætti ekki gera það væri enginn sem gæti gætt hagsmuna þeirra sem eru þolendur brotanna. Neytendur og smærri fyrirtæki. Þannig að það yrði mjög skrýtin slagsíða að leyfa bara öðrum málsaðilanum að leita til dómstóla en ekki eftirlitinu,“ segir Gylfi. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Fréttablaðinu í dag að ummæli sem þessi sæmi ekki formanni bankaráðs Seðlabankans. Ógætilegt sé að formaðurinn snúi út úr tillögum ráðuneytisins og geri aðilum upp annarlega hvata. Hann verði að gæta að því að aðá hann sé hlustað og orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. „Já, ég skil nú ekki að þetta tengist á nokkur hátt starfi mínu þar. Ég hef hins vegar unnið að samkeppnismálum með margvíslegum hætti í gegnum tíðina. Verið formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, verið ráðgjafi í samkeppnismálum og meira að segja ráðherra samkeppnismála. Ég er auðvitað fyrst og fremst að tala sem slíkur,“ segir Gylfi sem einnig hefur kennt samkeppnismál í Háskóla Íslands. Hann svarar Halldóri Benjamín á Facebook síðu sinni í dag og segir að sjálfsagt væri þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst eða talaði kannski bara einu sinni á ári um ársreikning bankans.Þannig að þrátt fyrir þessa gagnrýni munt þú ekki láta deigan síga og óhikað tjáð þig um þessi mál sem önnur? „Já, já. Ég hef nú marg oft í gegnum tíðina verið beðinn um að segja minna. En það hefur ekki borið mikinn árangur til þessa,“ segir Gylfi Magnússon.
Samkeppnismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira
Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00