Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 17:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín. Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín.
Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent