Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 13:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30