Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 13:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Þá greindi mbl.is frá því í dag að tíu til fimmtán prósent af íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði hafi greinst með veiruna. „Nóróveira er alltaf meira og minna viðloðandi veira en svo getur hún komið svona upp og valdið hópsýkingum. Ástæðan er sú að hún er mjög smitandi, það þarf lítið magn af henni. Nákvæmlega af hverju hún er að gjósa upp núna er óljóst,“ segir Þórólfur. Það sé nú í skoðun hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Þannig var til dæmis aðeins helmingur af þeim 53 börnum sem skráðir eru á leikskólann Ársól í Grafarvogi í skólanum föstudaginn 18. október. Þá viku voru mikil veikindi í skólanum. Segir Þórólfur að ákveðið verklag fari af stað þegar nóróveiran blossar upp. „Það er ákveðið verklag um lokanir og hreinsanir til þess að reyna að sótthreinsa og koma í veg fyrir smit. Veiran getur lifað á yfirborði hluta og valdið þannig sýkingum. Það þarf að gæta vel að öllu hreinlæti,“ segir Þórólfur en hægt er að nálgast helstu upplýsingar nóróveiru og forvarnir gegn henni á vef Landlæknis.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30