Skimun á leghálskrabbameini fari fram á heilsugæslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 16:26 Heilbrigðisráðherra greindi frá því í svari við fyrirspurn RÚV í gærkvöldi að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka yfir brjóstaskoðun en heilsugæslustöðvarnar yfir skimun fyrir leghálskrabbameini. Vísir/Getty Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi færist frá Krabbameinsfélaginu í árslok 2020. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, telur að til bóta sé að færa leghálsskimun í nærumhverfi kvenna í þeim tilgangi að fá sem flestar konur í skoðun. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í svari við fyrirspurn RÚV í gærkvöldi að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka yfir brjóstaskoðun en heilsugæslustöðvarnar yfir skimun fyrir leghálskrabbameini. „Tilgangurinn er að bæta sem mest þátttökuna og reyna að bjóða fólki upp á þetta í nærumhverfinu á höfuðborgarsvæðinu alveg eins og gert er á landsbyggðinni,“ segir Óskar. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hann hefði áhyggjur af fyrirkomulaginu og óttaðist að fjármagnið sem fylgdi breytingunum myndi ekki verða eyrnamerkt skimuninni. „Ég hef engar áhyggju af því af því að heilsugæslan er rekin þannig við erum með eyrnamerkt fé í mörgum þáttum okkar.“Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, telur að breyting á fyrirkomulaginu verði til góðs. Ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir sérfræðingar sem nú framkvæma skimun á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu geri það áfram hjá heilsugæslunni.Eftir að fréttir af hinu nýja fyrirkomulagi tóku að spyrjast út í gærkvöldi fór að bera á áhyggjuröddum kvenna um hvort leghálsskimunin yrði nokkuð í höndum óbreyttra heilsugæslulækna. Óskar segir þó að það sé af og frá. „Það er alls ekki hugmyndin að það verði þannig. Þetta verður sérhæft fólk, alveg eins og er í dag og það getur þess vegna alveg verið sama fólk ef það er tilbúið til þess að vinna fyrir okkur. Það er ekkert sem segir að við þurfum til þess aðra einstaklinga, verkefnið færist bara til nærumhverfis,“ segir Óskar sem bætir við að markmiðið sé alltaf að fá sem flesta til að mæta í skimun. „Þeim mun fleiri mannslífum björgum við þannig að mætingin skiptir öllu máli.“Bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu Í mörg ár hafa konur kvartað yfir núverandi verklagi því eftir að þær hafa farið í leghálsskimun þurfa þær að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðum. Einungis er haft samband við konur ef frumubreytingar finnast en annars ekki. Óvissan getur reynst mörgum konum afar erfið.Er þetta forsvaranlegt? Verða gerðar einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi?„Ég veit það ekki en það er svo sem eitthvað sem á eftir að setja fram. En nú orðið og væntanlega á næsta ári mun fólk geta séð sínar sjúkraskrár á heilsuvera.is inn á mínum síðum og í sjálfu sér sé ég ekkert því til fyrirstöðu að það sé hægt að sjá niðurstöður úr svona rannsókn þar líka, eins og úr öðrum og þá geta þær flett því upp bara sjálfar,“ segir Óskar. Konur geti tekið sýnin sjálfarEn er skimun hundrað prósent?„Það er ekkert hundrað prósent í lífinu, nei en þetta eru nokkuð örugg skimun. Það eru til tvær aðferðir til að skoða sýni sem tekin eru; önnur aðferðin er hefðbundin smásjárskoðun á sýnunum og hin er að mæla mótefni gegn HPV veiru og það sýnir sig að sýnatakan þarf ekki að vera eins nákvæm ef maður er að mæla mótefnin. Það skiptir meira máli að ná sýni af slímhúðinni með stroki. Það hefur sýnt sig að konur geta gert það sjálfar þannig að fyrir þær sem eiga erfitt með að mæta eða vilja síður mæta á staðinn þá geta þær sent inn sýnin sjálfar þannig að það eru allir möguleikar í þessu og ég vænti þess og á von á því að HPV mælingar nái meiri útbreiðslu á næstu árum, það eru allavega þær upplýsingar sem ég hef að málið sé að þróast í þá áttina.“ Heilbrigðismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi færist frá Krabbameinsfélaginu í árslok 2020. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, telur að til bóta sé að færa leghálsskimun í nærumhverfi kvenna í þeim tilgangi að fá sem flestar konur í skoðun. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í svari við fyrirspurn RÚV í gærkvöldi að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka yfir brjóstaskoðun en heilsugæslustöðvarnar yfir skimun fyrir leghálskrabbameini. „Tilgangurinn er að bæta sem mest þátttökuna og reyna að bjóða fólki upp á þetta í nærumhverfinu á höfuðborgarsvæðinu alveg eins og gert er á landsbyggðinni,“ segir Óskar. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hann hefði áhyggjur af fyrirkomulaginu og óttaðist að fjármagnið sem fylgdi breytingunum myndi ekki verða eyrnamerkt skimuninni. „Ég hef engar áhyggju af því af því að heilsugæslan er rekin þannig við erum með eyrnamerkt fé í mörgum þáttum okkar.“Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, telur að breyting á fyrirkomulaginu verði til góðs. Ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir sérfræðingar sem nú framkvæma skimun á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu geri það áfram hjá heilsugæslunni.Eftir að fréttir af hinu nýja fyrirkomulagi tóku að spyrjast út í gærkvöldi fór að bera á áhyggjuröddum kvenna um hvort leghálsskimunin yrði nokkuð í höndum óbreyttra heilsugæslulækna. Óskar segir þó að það sé af og frá. „Það er alls ekki hugmyndin að það verði þannig. Þetta verður sérhæft fólk, alveg eins og er í dag og það getur þess vegna alveg verið sama fólk ef það er tilbúið til þess að vinna fyrir okkur. Það er ekkert sem segir að við þurfum til þess aðra einstaklinga, verkefnið færist bara til nærumhverfis,“ segir Óskar sem bætir við að markmiðið sé alltaf að fá sem flesta til að mæta í skimun. „Þeim mun fleiri mannslífum björgum við þannig að mætingin skiptir öllu máli.“Bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu Í mörg ár hafa konur kvartað yfir núverandi verklagi því eftir að þær hafa farið í leghálsskimun þurfa þær að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðum. Einungis er haft samband við konur ef frumubreytingar finnast en annars ekki. Óvissan getur reynst mörgum konum afar erfið.Er þetta forsvaranlegt? Verða gerðar einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi?„Ég veit það ekki en það er svo sem eitthvað sem á eftir að setja fram. En nú orðið og væntanlega á næsta ári mun fólk geta séð sínar sjúkraskrár á heilsuvera.is inn á mínum síðum og í sjálfu sér sé ég ekkert því til fyrirstöðu að það sé hægt að sjá niðurstöður úr svona rannsókn þar líka, eins og úr öðrum og þá geta þær flett því upp bara sjálfar,“ segir Óskar. Konur geti tekið sýnin sjálfarEn er skimun hundrað prósent?„Það er ekkert hundrað prósent í lífinu, nei en þetta eru nokkuð örugg skimun. Það eru til tvær aðferðir til að skoða sýni sem tekin eru; önnur aðferðin er hefðbundin smásjárskoðun á sýnunum og hin er að mæla mótefni gegn HPV veiru og það sýnir sig að sýnatakan þarf ekki að vera eins nákvæm ef maður er að mæla mótefnin. Það skiptir meira máli að ná sýni af slímhúðinni með stroki. Það hefur sýnt sig að konur geta gert það sjálfar þannig að fyrir þær sem eiga erfitt með að mæta eða vilja síður mæta á staðinn þá geta þær sent inn sýnin sjálfar þannig að það eru allir möguleikar í þessu og ég vænti þess og á von á því að HPV mælingar nái meiri útbreiðslu á næstu árum, það eru allavega þær upplýsingar sem ég hef að málið sé að þróast í þá áttina.“
Heilbrigðismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira