Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 15:00 Erik Hamrén eftir sigur á Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira