Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Kauphöll Nasdaq á Íslandi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira