Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 13:30 Orri Steinn Óskarsson handsalar samninginn. Mynd/Twitter/@FCKobenhavn Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira