Guðni vill gera Pál Magnússon að landbúnaðarráðherra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Guðni Ágústsson sem skálaði fyrir íslenskum bændum á "Hey bóndi“ á Hvolsvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði. Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við stjórnmálamenn landsins, sem ræða ekki lengur um málefni landbúnaðarins og stungu landbúnaðarráðuneytinu í skúffu þegar það var sameinað sjávarútvegsráðuneytinu. Hann vill að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskra erfðagreiningar átti að vera einn af fyrirlesurum á landbúnaðar og fjölskylduhátíðinni Hey bóndi á Hvolsvelli í gær. Vegna veikinda forfallaðist hann en í staðinn mætti Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins og hélt ræðu, sem vakti mikla athygli. Guðni vandaði alþingismönnum landsins ekki kveðju sína, Páll Magnússon, alþingismaður var í salnum. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að íslensku landbúnaður á stórkostleg tækifæri ef að stjórnmálamennirnir vakna og átta sig á því hvað þeir hafa gert landbúnaðinum. Þinn flokkur Páll Magnússon og minn flokkur bera ábyrgð á því að landbúnaðarráðuneytinu var lagt niður 2007, því var stungið í skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu. Það er ekkert rætt um landbúnað í landbúnaðarráðuneytinu lengur“, sagði Guðni. Guðni sagði að búið væri að leggja sterkt félagskerfi bænda niður og því hafi verið rústað. Nú þurfi bændur að ná vopnum sínum á ný og byggja upp á félagskerfið á nýjan leik þar sem allir eru saman í einni keðju, allir fyrir einn. „Við eigum tvö hundruð blóðmerabændur, fimm hundruð kúabændur, þúsund sauðfjárbændur og þúsund hrossabændur og við eigum bestu kjúklinga og svínabændur í veröldinni“, sagði Guðni og bætti strax við. „Hugsið ykkur að pensilínið sem er rótað í fóðrið hjá kjúklingum, svínum og nautum úti í heimi í Evrópu og Ameríku, það mun drepa fleiri menn eftir fimmtíu ár heldur en krabbameinið, við erum hrein þjóð“. Páll Magnússon hafði gaman af ræðu Guðna og gat ekki annað en brosað þegar Guðni sagðist vilja sjá hann sem næsta landbúnaðarráðherra á Íslandi, enda hafi Páll verið í sveit í Úthlíð í Biskupstungum hjá Birni bónda.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðni vill að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði næsti landbúnaðarráðherra en fyrst verði að stofna hollvinasamtök landbúnaðarins og íslenskra sveita. „Heyrir þú það Páll, ég veit að Páll postuli heyrir í mér núna, en heyrðu nú og ef þú heyrir, þá legg ég á og mæli um að þú verðir næsti landbúnaðarráðherra“. Að lokum hrópaði Guðni og allur salurinn með ferfalt húrra fyrir íslenskum landbúnaði.
Alþingi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira