„Hann bjó til muninn og ýtti þeim aðeins fram úr. Hann sneri leiknum við,“ sagði Teitur Örlygsson um Emil Karel í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.
Emil Karel skoraði 22 stig gegn Haukum og hitti úr sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Enginn Íslendingur hefur átt jafn marga 20 stiga leiki í vetur.

„Það sem af er móts er hann búinn að vera besti Íslendingurinn í deildinni,“ sagði Hermann Hauksson.
Emil Karel hefur skorað 17,2 stig og tekið 5,8 fráköst að meðaltali í leik í vetur og er með lygilega góða 52,6% þriggja stiga nýtingu.
Umfjöllunina um Emil Karel og Þór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.