Ritstjóri New York Times segir Trump hafa stofnað lífi blaðamanna í hættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á tiltekna fjölmiðla í landinu. vísir/getty Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“ Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira