Allir björguðust úr íbúðarhúsinu sem brann á Akureyri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 11:15 Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag. Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag.
Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent