Moldóvar á þriðja þjálfara í þessari undankeppni Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 14:45 Engin Firat tekur hringinn með sínum mönnum fyrir leikinn á móti Frökkum í París. Getty/Xavier Laine Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn