Jón Daði: Öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 13:00 Jón Daði Böðvarsson í leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Matthew Ashton Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira
Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira