Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 19:35 Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26