Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. nóvember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“ Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“
Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira