„Mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2019 22:25 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er vægast sagt slegin eftir að hafa séð þátt Kveiks á RÚV í kvöld þar sem fjallað var um meintar mútugreiðslur Samherja til embættismanna í Namibíu með það að markmiði að komast yfir kvóta þar í landi. „Mín fyrstu viðbrögð við þættinum eru þau að mér varð hálf óglatt við að sjá eitt af stærstu fyrirtækjum landsins bendlað við jafn viðbjóðslega spillingu og þarna virðist hafa farið fram,“ segir Þórhildur í samtali við Vísi. Þórhildur hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fara ofan í kjölinn í fjárfestingaleið Seðlabankans. Í fréttaskýringaþættinum Kveik kom fram að Samherji hefði hagnast mikið á hrossamakrílveiðum undan ströndum Namibíu. Í Stundinni kemur fram að Samherji hafi óhikað flutt peninga sem myndaðist innan alþjóðlegs fyrirtækjanets útgerðarinnar til Íslands í gegnum árin, meðal annars í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Þórhildur er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en hún segist velta því fyrir sér hvort málið eigi heima á borði nefndarinnar. „Nefndin er með opið mál um varnir okkar gegn peningaþvætti vegna þess að við erum á lista yfir ósamvinnuþýð ríki FATF og það mætti spyrja sig að því hvort að okkar veiku varnir gegn peningaþvætti hafi auðveldað Samherja verkið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27 Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23 Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu Gera það eftir þátt Kveiks sem fjallaði um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 21:27
Kveikur tók yfir Twitter: „Sá ekkert af þessu fólki The Wire?“ Mikil eftirvænting ríkti vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu sem unnin var upp úr 30 þúsund skjölum sem Wikileaks birti í kvöld 12. nóvember 2019 21:23
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00