Ekkert lát er á mótmælum í Hong Kong og í morgun var ákveðið að flestir mennta- og háskólar borgarinnar skyldu vera lokaðir af öryggisástæðum.
Þá voru gríðarlegar öryggisráðstafanir á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður.
Óeirðalögreglan gerði einnig áhlaup á nokkra skóla þar sem mótmælendur höfðu komið sér fyrir og beitti táragasi gegn fólkinu sem mótmælir kínverskum yfirvöldum borgarinnar og krefst meiri sjálfstjórnar og frelsis undan stjórnvöldum í Peking.
Ástandið er afar eldfimt í Hong Kong en í gær var mótmælandi skotinn af lögreglumanni auk þess sem mótmælendur kveiktu í stuðningsmanni stjórnvalda. Báðir eru mennirnir alvarlega sárir á sjúkrahúsi.
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong

Tengdar fréttir

Mótmælandi lést í Hong Kong
Námsmaður frá Hong Kong, sem tekið hefur þátt í mótmælum í borginni undanfarnar vikur og slasaðist alvarlega um helgina þegar hann féll ofan af bílastæðahúsi, lést í morgun.

Styðja harðari aðgerðir gegn mótmælendum í Hong Kong
Þingmaður á þingi Hong Kong, sem hallur er undir yfirvöld í Kína, var stunginn á götu úti í nótt.

Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar.