Mynda sérstakt teymi til að bregðast við tíðum árásum í Malmö eftir morðið á Jaffar Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 11:25 Hinn 15 ára Jaffar var skotinn til bana í árás á Möllevången í Malmö um helgina. Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar. Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar.
Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43
Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24