Aukinn stuðningur við námsmenn Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2019 11:00 Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun